Sólarstemning í skötuveislunni á Tenerife

Tenerife | 23. desember 2022

Sólarstemning í skötuveislunni á Tenerife

Færri komust að en vildu í skötuveislu á íslenska barnum Nostalgiu á Tenerife í gær og í dag. Herdís Árnadóttir og Sævar Lúðvíksson tóku forskot á sæluna og héldu fyrstu skötuveisluna af þremur í gærkvöldi, svo var veisla númer tvö haldin í hádeginu í dag og þriðja hollið mætir svo nú í kvöld. 

Sólarstemning í skötuveislunni á Tenerife

Tenerife | 23. desember 2022

Um 170 Íslendingar komu í skötu á Nostalgiu á Tenerife.
Um 170 Íslendingar komu í skötu á Nostalgiu á Tenerife.

Færri komust að en vildu í skötuveislu á íslenska barnum Nostalgiu á Tenerife í gær og í dag. Herdís Árnadóttir og Sævar Lúðvíksson tóku forskot á sæluna og héldu fyrstu skötuveisluna af þremur í gærkvöldi, svo var veisla númer tvö haldin í hádeginu í dag og þriðja hollið mætir svo nú í kvöld. 

Færri komust að en vildu í skötuveislu á íslenska barnum Nostalgiu á Tenerife í gær og í dag. Herdís Árnadóttir og Sævar Lúðvíksson tóku forskot á sæluna og héldu fyrstu skötuveisluna af þremur í gærkvöldi, svo var veisla númer tvö haldin í hádeginu í dag og þriðja hollið mætir svo nú í kvöld. 

„Ég mokaði bara öllum út í sólina í hádeginu,“ segir Herdís þegar blaðamaður náði á hana milli anna. Á boðstólum voru skata, saltfiskur, soðnar kartöflur, heimabakað rúgbrauð og laufabrauð, hamsatólg sem Herdís hefur safnað í allan vetur og síðast en ekki síst lasagne fyrir þau sem dregin voru í veisluna með skötuelskandi ættingjum sínum.

Kartöflurnar eru ræktaðar á Kanaríeyjum, afskaplega gott smælki að sögn …
Kartöflurnar eru ræktaðar á Kanaríeyjum, afskaplega gott smælki að sögn Herdísar. Hér má sjá Sævar í skötustuði skammta á diska gestanna.

„Ég held að allt í alls séu þetta um 170 manns sem koma til okkar í skötu í ár,“ segir Herdís. Hún segir um 90% vera ferðamenn, en hin 10% vera íslenska heimamenn á Tenerife. Herdís og Sævar hafa haldið skötuveislu á barnum sínum undanfarin ár, fyrir utan 2020 þegar allt var í lás vegna heimsfaraldursins. 

Herdís segir áberandi hversu margir Íslendingar eru á Tenerife um þessar mundir. „Íslendingar eru alltaf á sömu stöðunum. Ég heyri ekki íslensku talaða í minni götu, en þegar ég fer niður á „Laugaveginn“ þá heyri ég íslensku, og í H&M og á McDonalds. Íslendingar versla líka meira en Bretarnir, maður heyrir mjög oft íslensku í verslunarmiðstöðinni,“ segir Herdís. 

Jólavertíðin fer þannig vel af stað hjá Herdísi og Sævari. Hamborgarhryggirnir komu til eyjunnar í gær og á morgun verður því ekta íslenskur jólakvöldverður. Í vikunni verður svo mikið partístuð, barsvar, diskótek og áramótapartí þar sem Skaupið verður sýnt á stórum skjá. 

mbl.is