Gangar sjúkrahúsa yfirfullir af sjúklingum

Kórónuveiran Covid-19 | 3. janúar 2023

Gangar sjúkrahúsa yfirfullir af sjúklingum

Gífurlegt álag hefur verið á heilbrigðiskerfinu víða í Kína um þessar mundir. Covid-sjúklingar fylla nú ganga heilbrigðisstofnanna í borginni Sjanghaí þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið gífurlega hröð eftir að kínversk stjórnvöld slökuðu á samkomutakmörkunum.

Gangar sjúkrahúsa yfirfullir af sjúklingum

Kórónuveiran Covid-19 | 3. janúar 2023

Mikið álag er á heilbrigðiskerfinu í Kína um þessar mundir. …
Mikið álag er á heilbrigðiskerfinu í Kína um þessar mundir. Frá biðstofu í sjúkrahúsi í Peking. AFP/Jade Gao

Gífurlegt álag hefur verið á heilbrigðiskerfinu víða í Kína um þessar mundir. Covid-sjúklingar fylla nú ganga heilbrigðisstofnanna í borginni Sjanghaí þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið gífurlega hröð eftir að kínversk stjórnvöld slökuðu á samkomutakmörkunum.

Gífurlegt álag hefur verið á heilbrigðiskerfinu víða í Kína um þessar mundir. Covid-sjúklingar fylla nú ganga heilbrigðisstofnanna í borginni Sjanghaí þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið gífurlega hröð eftir að kínversk stjórnvöld slökuðu á samkomutakmörkunum.

Talið er að um 70% af borgarbúum séu búnir að smitast af veirunni, sem gerir hátt í 18 milljónir íbúa.

Frá sjúkrahúsi í Sjanghaí.
Frá sjúkrahúsi í Sjanghaí. AFP/Hector Retamal

Stærstur hluti sjúklinga eru eldri borgarar sem liggja í sjúkrarúmum og bíða þar til hægt er að sinna þeim. Samkvæmt fréttastofu AFP hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar haldið áfram að vinna og sinna sjúklingum þrátt fyrir að hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni.

AFP/Hector Retamal
mbl.is