Akstur landsbyggðarvagna í uppnámi

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Akstur landsbyggðarvagna í uppnámi

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir veðrið í dag hafa töluverð áhrif á akstur landsbyggðarvagna.

Akstur landsbyggðarvagna í uppnámi

Veðraskil í janúar 2023 | 30. janúar 2023

Beðið eftir strætó.
Beðið eftir strætó. mbl.is/​Hari

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir veðrið í dag hafa töluverð áhrif á akstur landsbyggðarvagna.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir veðrið í dag hafa töluverð áhrif á akstur landsbyggðarvagna.

„Enginn landsbyggðarvagn er að fara. Það er búið að loka Hellisheiðinni og allt saman. Svo er svo mikil vindur á Kjalarnesinu og þá sendum við ekki vagnana í óvissuna.“

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að fylgst verði með …
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að fylgst verði með veðrinu og að farið verði eftir henni. Ljósmynd/Strætó

Aðspurður segir hann að fylgst verði með veðurspá og að farið verði eftir henni.

„Ég geri ráð fyrir því að það verði lítið ekið í kvöld ef veðrið á ekki að ganga niður fyrr en eftir miðnætti.“

Þá segir hann að akstur hafi gengið vel á höfuðborgarsvæðinu í dag þó að sumir vagnar hafi lent í smá vandræðum vegna hálku.

mbl.is