Hringvegurinn opnaður en varað við hálku og krapi

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Hringvegurinn opnaður en varað við hálku og krapi

Þjóðvegur 1 er nú opinn fyrir umferð allan hringinn.

Hringvegurinn opnaður en varað við hálku og krapi

Veðraskil í janúar 2023 | 31. janúar 2023

Frá Bakkaselsbrekku í Öxnadal. Mynd frá því fyrr í vetur.
Frá Bakkaselsbrekku í Öxnadal. Mynd frá því fyrr í vetur. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þjóðvegur 1 er nú opinn fyrir umferð allan hringinn.

Þjóðvegur 1 er nú opinn fyrir umferð allan hringinn.

Fyrr í dag var vegurinn enn lokaður á tveimur köflum, annars vegar á Öxnadalsheiði og hins vegar frá Kirkjubæjarklaustri og austur að Höfn í Hornafirði, eftir lægðina sem gekk yfir landið í gær og í nótt.

Vinna að mokstri

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar hefur vegurinn um Öxnadalsheiði nú verið opnaður.

Það sama gildir um vegkaflann fyrir sunnan Vatnajökul, en enn er þó krap á veginum frá Jökulsárlóni og að Höfn. Vinnur Vegagerðin að mokstri þar.

Víða annars staðar er varað við hálku eða hálkublettum á vegum.

mbl.is