Finnska hönnunarmerkið Marimekko og sænska móðurskipið IKEA hafa tekið höndum saman með splunkunýrri vörulínu sem þau kalla BASTUA.
Finnska hönnunarmerkið Marimekko og sænska móðurskipið IKEA hafa tekið höndum saman með splunkunýrri vörulínu sem þau kalla BASTUA.
Finnska hönnunarmerkið Marimekko og sænska móðurskipið IKEA hafa tekið höndum saman með splunkunýrri vörulínu sem þau kalla BASTUA.
Í línunni eru húsgögn, glervörur og vefnaðarvörur með líflegum mynstrum sem draga fram einfaldleika og fegurð norrænnar náttúru. Línunni er ætlað að stuðla að því að fólk hafi það sem best og lifi sem heilsusamlegu lífi. Innblástur línunnar var sóttur í risastór rabarbaralauf sem vaxa í grennd við finnska sánakofa.
Þetta er í fyrsta skipti sem Marimekko hannar ný mynstur í samstarfi af þessu tagi, enda lifir hönnunarmerkið á forni frægð sem er löngu orðin klassísk. Þótt auðvelt sé að greina Marimekko-áhrifin í línunni þá kveður þó við nýjan tón.
Tveir hönnuðir hjá IKEA og tveir hönnuðir Marimekko hönnuðu línuna í sameiningu. Innblásturinn er fenginn frá sameiginlegri norrænni arfleifð – þá sérstaklega frá þeirri einstöku gleði sem stund í gufubaði getur fylgt. Samstarfið við finnska hönnunarmerkið Marimekko var eins náttúrulegt og fyrir blóm að snúa sér að sumarsólinni. Marimekko var stofnað 1951 og frá upphafi hefur markmiðið verið að færa liti og gleði inn á heimili fólks. Þekktu mynstrin þeirra bera með sér jákvæðni, gleði og sjálfsstyrk.
„Mynstrið í BASTUA línunni er innblásið af stórum rabarbaralaufum sem eru oft við byggingar í Finnlandi. Stóru grænu laufin grípa augað og bleiki stilkurinn er safaríkur og gómsætur,“ segir Maija Louekari hönnuður hjá Marimekko.
„Norræn húsgagnahönnun hefur ávallt einkennst af stílhreinum línum og einfaldri smíði með áherslu á notagildi. Þetta hliðarborð í BASTUA-línunni er mín útfærsla af þessari húsgagnahefð. Það er úr birkispóni með háum kanti sem heldur hlutum á sínum stað,“ segir Mikael Axelsson, hönnuður hjá IKEA, og Henrik Preutz, hönnuður hjá IKEA, segir að línan eigi að fara með fólk í ævintýraferð þar sem áfangastaðurinn er skandínavískt sumarkvöld við glitrandi stöðuvatn.