Verkföll hafnarstarfsmanna hefjast í dag

Kjaraviðræður | 22. maí 2023

Verkföll hafnarstarfsmanna hefjast í dag

Verkföll félagsmanna BSRB halda áfram í dag. Vika er síðan fyrstu verkafallsaðgerðir hjá starfsmönnum leikskóla og grunnskóla hófust en nú bætast Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjar við. Hafnarstarfsmenn í Ölfusi hefja einnig verkföll í dag.

Verkföll hafnarstarfsmanna hefjast í dag

Kjaraviðræður | 22. maí 2023

Frekari verkföll hefjast í dag. Meðal annars meðal hafnarstarfsmanna í …
Frekari verkföll hefjast í dag. Meðal annars meðal hafnarstarfsmanna í Ölfusi. mbl.is/Sigurður Bogi

Verkföll félagsmanna BSRB halda áfram í dag. Vika er síðan fyrstu verkafallsaðgerðir hjá starfsmönnum leikskóla og grunnskóla hófust en nú bætast Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjar við. Hafnarstarfsmenn í Ölfusi hefja einnig verkföll í dag.

Verkföll félagsmanna BSRB halda áfram í dag. Vika er síðan fyrstu verkafallsaðgerðir hjá starfsmönnum leikskóla og grunnskóla hófust en nú bætast Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjar við. Hafnarstarfsmenn í Ölfusi hefja einnig verkföll í dag.

Á föstudaginn var boðun til frekari verkfalla samþykkt í Garðabæ með atkvæðagreiðslu en þar greiddu 89% atkvæði með verkfallsboðuninni. Þær aðgerðir ná til starfsfólks leikskóla, sundlauga og bæjarskrifstofu.

Í dag verða verkföll í leikskólum í Árborg, Garðabæ, Hveragerði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum.

Verkfallsaðgerðir verða einnig í grunnskólum í Hafnarfirði (einnig í frístundarheimilum) og Ölfusi (einnig hjá eldhússtarfsfólki).

Hafnarstarfsmenn í Ölfusi hefja verkföll í dag.

BSRB
mbl.is