Þórður og Ásdís Rán ástfangin í Búlgaríu um jólin

Ásdís Rán | 21. desember 2023

Þórður og Ásdís Rán ástfangin í Búlgaríu um jólin

Athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er ástfangin og ver jólunum með kærastanum Þórði Daníel Þórðarsyni í Búlgaríu. Þórður er búsettur í Búlgaríu og Ásdís Rán hefur verið með annan fótinn þar lengi. 

Þórður og Ásdís Rán ástfangin í Búlgaríu um jólin

Ásdís Rán | 21. desember 2023

Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir verða í Búlgaríu …
Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir verða í Búlgaríu á jólunum. Ljósmynd/Facebook

Athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er ástfangin og ver jólunum með kærastanum Þórði Daníel Þórðarsyni í Búlgaríu. Þórður er búsettur í Búlgaríu og Ásdís Rán hefur verið með annan fótinn þar lengi. 

Athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er ástfangin og ver jólunum með kærastanum Þórði Daníel Þórðarsyni í Búlgaríu. Þórður er búsettur í Búlgaríu og Ásdís Rán hefur verið með annan fótinn þar lengi. 

Ásdís Rán óskar vinum sínum gleðilegra jóla á Facebook og greinir frá því hvar hún er stödd í heiminum. „Ég ætla að halda jól í Búlgaríu í ár og síðan ferðumst við til Íslands til þess að fagna áramótunum,“ skrifar Ásdís Rán. Hún er meðvituð um eldgosið og vonast til þess að náttúruöflin hagi sér vel og komi ekki í veg fyrir flugumferð fyrir gamlársdag. Ásdís Rán þekkir háloftin vel en hún er lærður þyrluflugmaður. 

Lífið leikur við þau Ásdísi Rán og Þórð en í lok nóvember fögnuðu þau fimm mánaða sambandsafmæli. „Ég sem hélt ég gæti ekki orðið ást­fang­in, en það var víst ekki rétt þar sem hon­um tókst ein­hvern­veg­in að bræða mitt ís­kalda hjarta,“ skrifaði Ásdís Rán á samfélagsmiðla í síðasta mánuði. 

mbl.is