Kæra ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn

Fiskeldi | 30. desember 2023

Kæra ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn

Landssamband veiðifélaga hefur ákveðið að kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á máli Arctic Sea Farm ehf. 3.500 eldislaxar eru taldir hafa sloppið úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Patreksfirði í ágúst.

Kæra ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn

Fiskeldi | 30. desember 2023

Telur sambandið lögreglustjórann ekki hæfan til að fara áfram með …
Telur sambandið lögreglustjórann ekki hæfan til að fara áfram með rannsókn málsins. mbl.is/Helgi Bjarnason

Landssamband veiðifélaga hefur ákveðið að kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á máli Arctic Sea Farm ehf. 3.500 eldislaxar eru taldir hafa sloppið úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Patreksfirði í ágúst.

Landssamband veiðifélaga hefur ákveðið að kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á máli Arctic Sea Farm ehf. 3.500 eldislaxar eru taldir hafa sloppið úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Patreksfirði í ágúst.

Sambandið telur að gögn málsins beri með sér að verulegir og margþættir ágallar séu á rannsókn málsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Í fyrsta lagi hafi ekki farið fram sjálfstæð rannsókn á atvikum málsins. Lögreglan hafi ekki framkvæmt vettvangsathugun heldur látið nægja að taka skýrslu af sakborningi, framkvæmdastjóra Arctic Sea Farm, og einum starfsmanni fyrirtækisins.

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga.
Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Ljósmynd/Stóra - Laxá

Telur lögreglustjóra vanhæfan

Í öðru lagi gagnrýnir sambandið lögreglustjórann fyrir að rugla saman meginreglum um saknæmi og muninum á almennum refsimörkum og sérrefsimörkum. Að mati sambandsins eigi að beita refsiábyrgð ef um er að ræða einfalt gáleysi.

Telur sambandið lögreglustjórann ekki hæfan til að fara áfram með rannsókn málsins.

Loks nefnir sambandið að í gögnum málsins komi fram fjölmargar ákvarðanir sakbornings og starfsmanna Arctic Sea Farm sem renni stoðum undir að meiri líkur en minni séu á að um refsivert athæfi hafi verið að ræða, samkvæmt 22. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008.

mbl.is