Fólksfjölgun megi rekja til sjókvíaeldis

Fiskeldi | 7. mars 2024

Fólksfjölgun megi rekja til sjókvíaeldis

„Verulega munar um eldið í atvinnulífi á Vestfjörðum. Þar nam framleiðsla í fiskeldi um 8% af heildarframleiðslu árið 2019. Mestu máli skiptir það á suðurfjörðunum. Þar stóð byggð höllum fæti um tíma, en nú er fólki tekið að fjölga aftur,“ segir í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif laxeldis í opnum sjókvíum á byggð og efnahagslíf.

Fólksfjölgun megi rekja til sjókvíaeldis

Fiskeldi | 7. mars 2024

Ótvírætt er að sjókvíaeldið hafi haft verulega jákvæð áhrif á …
Ótvírætt er að sjókvíaeldið hafi haft verulega jákvæð áhrif á atvinnulífið á Vestfjörðum. Fólki hefur fjölgað á sunnaverðum fjörðunum. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Verulega munar um eldið í atvinnulífi á Vestfjörðum. Þar nam framleiðsla í fiskeldi um 8% af heildarframleiðslu árið 2019. Mestu máli skiptir það á suðurfjörðunum. Þar stóð byggð höllum fæti um tíma, en nú er fólki tekið að fjölga aftur,“ segir í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif laxeldis í opnum sjókvíum á byggð og efnahagslíf.

„Verulega munar um eldið í atvinnulífi á Vestfjörðum. Þar nam framleiðsla í fiskeldi um 8% af heildarframleiðslu árið 2019. Mestu máli skiptir það á suðurfjörðunum. Þar stóð byggð höllum fæti um tíma, en nú er fólki tekið að fjölga aftur,“ segir í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif laxeldis í opnum sjókvíum á byggð og efnahagslíf.

Á tímabilinu 2012 til 2019 varð 25% hagvöxtur á Vestfjörðum og má gera ráð fyrir að um fimmtungur hans hafi komið til vegna sjókvíaeldis, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Benda skýrsluhöfundar á að Vinnumálastofnun telur að 817 manns hafi að jafnaði starfað í sveitarfélögunum tveimur á sunnanverðum Vestfjörðum að jafnaði. „Ætla má að 15-20% séu í sjókvíaeldi. Við bætast störf sem tengjast starfseminni, beint og óbeint. Eldið er meginskýring þess að frá upphafi árs 2014 og fram á haust 2023 fjölgaði íbúum í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi um 200, eða 16%. Fasteignaverð gefur hugmynd um stöðu byggðanna. Frá 2014 til tímabilsins frá ársbyrjun 2022 og fram í október 2023 nær þrefaldaðist verð sérbýlis á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Húsnæði sem seldist á árunum 2022 og 2023.“

Nánar er fjallað um máliðí Morgunblaðinu í dag.

mbl.is