Framleiðsla eldisfisks dróst saman í fyrra

Fiskeldi | 17. janúar 2024

Framleiðsla eldisfisks dróst saman í fyrra

Framleidd voru 43.523 tonn af eldislaxi á síðasta ári sem er um 1.500 tonnum minna en árið á undan og tæplega þrjú þúsund tonn minna en árið 2021 þegar framleiðslan hér á landi náði hápunkti. Alls voru framleidd 49.602 tonn af eldisfiski á Íslandi árið 2023 sem er um 1.700 tonnum minna en 2022 og um 3.500 tonnum minna en 2021.

Framleiðsla eldisfisks dróst saman í fyrra

Fiskeldi | 17. janúar 2024

Framleidd voru 49.602 tonn af eldisfiski á ÍSlandi á síðasta …
Framleidd voru 49.602 tonn af eldisfiski á ÍSlandi á síðasta ári.

Framleidd voru 43.523 tonn af eldislaxi á síðasta ári sem er um 1.500 tonnum minna en árið á undan og tæplega þrjú þúsund tonn minna en árið 2021 þegar framleiðslan hér á landi náði hápunkti. Alls voru framleidd 49.602 tonn af eldisfiski á Íslandi árið 2023 sem er um 1.700 tonnum minna en 2022 og um 3.500 tonnum minna en 2021.

Framleidd voru 43.523 tonn af eldislaxi á síðasta ári sem er um 1.500 tonnum minna en árið á undan og tæplega þrjú þúsund tonn minna en árið 2021 þegar framleiðslan hér á landi náði hápunkti. Alls voru framleidd 49.602 tonn af eldisfiski á Íslandi árið 2023 sem er um 1.700 tonnum minna en 2022 og um 3.500 tonnum minna en 2021.

„Það var fyrirséð að ekki yrði aukning í laxeldinu á milli ára, en þar setti ISA-veiran strik í reikninginn fyrir austan. Líkt og menn muna þá þurfti að farga mikið af laxi í lok árs 2021 og fram eftir ári 2022 þegar bæði Reyðarfjörður og Berufjörður voru tæmdir af fiski til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Þessar aðgerðir leiddu til þess að ekkert var slátrað í Búlandstindi á Djúpavogi fyrstu 9 mánuði ársins 2023, en þar hófst slátrun aftur í byrjun október síðastliðinn,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Hann segir umfangsmiklar skimanir og vöktun hafa staðið yfit á Austfjörðum frá því að ISA-veiran fannst, en hún hafi ekki sést síðan firðirnir voru tæmdir.

Á Vestfjörðum gekk framleiðsla sláturlax vel og það allt síðasta ár. „Þar þurfti aftur á móti að farga talsvert af undirmáls laxi í Tálknafirði á liðnu hausti vegna ágangs laxalúsar og mun það setja strik í reikninginn við slátrun og vinnslu bæði hjá Arnarlaxi og Arctic Sea Farm árið 2024,“ útskýrir Gísli.

Nokkur vöxtur í bleikjueldinu

Bleikjueldið bætir við sig um þrjú hundruð tonnum úr 4.931 tonni 2022 í 5.248 tonn árið 2023 og spáir Gísli því að framleiðslan verði svipuð næstu árin þó „að því gefnu að eldsumbrot hafi ekki teljandi áhrif, en bæði Matorka og Samherji reka öflugar bleikjueldisstöðvar rétt vestan við Grindavík,“ segir Gísli.

Aðeins 441 tonn var framleitt af regnbogasilungi á síðasta ári og er það 61% minna en árið 2022. Gísli segir samd´rattinn mega meðal annars rekja til þess að Háafell færði sig úr tegundinni yfir í laxeldi á svæðum sínum í Djúpinu.

„Reikna má með að framleiðslan verði nokkurn veginn á þessu róli árið 2024, en bæti svo heldur við sig næstu ár á eftir. Aðeins er eitt fyrirtæki eftir í regnboga svo heitið geti – ef frá eru skildar tvær mjög smáar eldisstöðvar – en það er sameinað félag Hábrúnar og ÍS-47 sem reka regnbogaeldi í Skutulsfirði og Önundarfirði. Forráðamenn þessara fyrirtækja hafa hug á að skipta yfir í lax þegar fram líða stundir,“ segir Gísli.

Framleiðsla á senegalflúru er svipuð og undanfarin ár, en bætir örlítið við sig. Gísli telur að óbreyttu mun framleiðslan ver svipuð á komandi árum.

Eldi ýmissa tegunda hætt

Ekkert var framleitt af gullinrafa á síðasta ári þrátt fyrir áform þess efnis, en ástæðan er að allur gullinrafi á eldisstöð Stolt Sea Farm drapst eftir að hlé var gert á afhendingu heits vatns vegna viðhalds hjá HS Orku í október 2022, en tegundin þarf hátt hitastig til að þrífast.

Senegalflúran þarf einnig hátt hitastig en að sögn Gísla hafi hún þolað þessar tímabundnu breytingar í umhverfi sínu en hún hafi þó orðið fyrir höggi.

Árið 2023 var fjórða árið í röð síðan 1992 þar sem engin framleiðsla á eldisþorski á sér stað hér á landi, að sögn Gísla sem telur ekki líklegt að hann sjáist á ný næsta áratuginn.

Þá hefur ekki heldur verið stundað eldi á lúðu, sandhverfu eða hekluborra um nokkurt skeið. Var síðasta framleiðsla þeirra fyrir rúmum áratug, en árið 2013 voru framleidd 800 kíló af hekluborra, 200 kíló af lúðu og 58 tonn af sandhverfu.

mbl.is