Felast tækifæri í að fóðra lax með laxi

Fiskeldi | 3. janúar 2024

Felast tækifæri í að fóðra lax með laxi

Er umhverfisvænna að stuðla að sjálfráni laxfiska í sjókvíum? Það telja vísindamenn við norska tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU). Leggja þeir til að afgangshráefni úr laxeldi verði nýtt í fóður fyrir greinina, að því er fram kemur í umfjöllun desemberblaðs 200 mílna.

Felast tækifæri í að fóðra lax með laxi

Fiskeldi | 3. janúar 2024

Vísindamenn telja mikil verðmæti vera í slori og afskurði sem …
Vísindamenn telja mikil verðmæti vera í slori og afskurði sem fellur til í laxeldinu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Er umhverfisvænna að stuðla að sjálfráni laxfiska í sjókvíum? Það telja vísindamenn við norska tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU). Leggja þeir til að afgangshráefni úr laxeldi verði nýtt í fóður fyrir greinina, að því er fram kemur í umfjöllun desemberblaðs 200 mílna.

Er umhverfisvænna að stuðla að sjálfráni laxfiska í sjókvíum? Það telja vísindamenn við norska tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU). Leggja þeir til að afgangshráefni úr laxeldi verði nýtt í fóður fyrir greinina, að því er fram kemur í umfjöllun desemberblaðs 200 mílna.

Einn helsti kostnaðarliður laxeldis er fóður og er megnið innflutt. Vísindamenn við NTNU vilja meina að hægt sé að minnka kolefnissporið og verða minna háð innfluttu fóðri með því að nýta frekar eitthvað sem er framleitt í nálægð við eldið.

„Norðmenn flytja nú út mikið af heilum laxi með haus, roði og beinum. Við gætum þess í stað notað þetta afgangshráefni til að búa til matvæli eða laxafóðursefni hér á landi,“ hefur vísindafréttavefurinn Forskning.no eftir Ingrid Schafroth Sandbakken. Hún er doktorsnemi hjá náttúruvísindasviði NTNU og hefur hún hlotið rannsóknastyrk hjá Nutrimar í Þrándheimi sem sérhæfir sig í framleiðslu sjálfbærra fóðurefna fyrir fiskeldið.

Slor og afskurður eru verðmæti

„Úr afgangshráefni er hægt að búa til laxaolíu og laxamjöl sem og laxavatnsrof (e. salmon hydrolysate). Það gerum við hjá Nutrimar,“ segir Sandbakken. Tekur fyrirtækið við afgangshráefni frá starfsstöð Salmar á eyjunni Fröya vestur af Þrándheimi.

Laxavatnsrof verður til þegar ensím sem meðal annars má finna náttúrulega í maga dýra eru nýtt til að brjóta niður hráefnið. Laxavatnsrofinu er síðan komið aftur inn í fæðukeðjuna með því að hafa það í laxafóðri. Kostirnir við að nota laxavatnsrof eru sagðir vera að efnið er auðmeltanlegt og að fiskum finnst það bragðast vel þannig að þeir éta meira.

Nánar má lesa um málið í desemberblaði 200 mílna.

mbl.is