Gerðist þjálfari fyrir slysni

Heilsurækt | 11. janúar 2024

Gerðist þjálfari fyrir slysni

Karitas María Lárusdóttir hefur verið vinsæll einkaþjálfari um árabil. Hún byrjaði að þjálfa fyrir algjöra slysni en hefur kennt fjölbreytta hóptíma í World Class síðastliðin 14 ár. Karitas leggur mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu við æfingar en einnig gott og jákvætt and rúmsloft.

Gerðist þjálfari fyrir slysni

Heilsurækt | 11. janúar 2024

Karitas María leggur mikið upp úr því að hafa gaman …
Karitas María leggur mikið upp úr því að hafa gaman í hóptímunum sínum. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Karitas María Lárusdóttir hefur verið vinsæll einkaþjálfari um árabil. Hún byrjaði að þjálfa fyrir algjöra slysni en hefur kennt fjölbreytta hóptíma í World Class síðastliðin 14 ár. Karitas leggur mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu við æfingar en einnig gott og jákvætt and rúmsloft.

Karitas María Lárusdóttir hefur verið vinsæll einkaþjálfari um árabil. Hún byrjaði að þjálfa fyrir algjöra slysni en hefur kennt fjölbreytta hóptíma í World Class síðastliðin 14 ár. Karitas leggur mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu við æfingar en einnig gott og jákvætt and rúmsloft.

Hvenær vaknaði áhuga þinn á hreyfingu og næringu?

„Það var þegar ég var mjög ung. Ég stundaði strax frá unga aldri allflestar íþróttir, en ég þurfti að losa um mikla orku og íþróttir gerðu því mikið fyrir mig. Ég æfði ballett og handbolta einna lengst en reyndi líka fyrir mér í fótbolta og djassballett. Hreyfing og næring haldast einhvern veginn alltaf í hendur en eftir tvítugt byrjaði ég að pæla meira í þessu og þá aðallega til að hámarka eigin árangur á æfingum.“

Af hverju gerðist þú þjálfari?

„Það var nú bara fyrir slysni, vinkona mín, Hildur, byrjaði að draga mig með sér í spinning-tíma og mér leist bara svo vel á þá að ég sótti um í World Class og fékk starfið. Ég byrjaði því að kenna spinning og fannst mjög skemmtilegt að þjálfa og sjá árangur, bæði andlegan og líkamlegan. Upp úr því fór ég að mennta mig í íþrótta- og þjálfunarfræðum en frá árinu 2009 hef ég verið dugleg að bæta við þekkingu mína sem og dýpka kunnáttu í öllu sem snýr að þjálfun.“

Var auðvelt að byrja með hóptíma, einhver feimni?

„Í mínu tilviki gekk það bara ótrúlega vel. Ég var að sjálfsögðu stressuð þegar ég kenndi fyrsta tímann, en hann gekk rosalega vel og flestir mjög jákvæðir og hvetjandi. Ég viðurkenni alveg að ég lenti í skondnum atvikum og man til að mynda eftir eldri manni sem mætti í tímann og sá var alls ekki sáttur við það að spinningkennari hans til margra ára væri hættur og einhver ung stelpa tekin við. Hann púaði á mig í fyrsta tímanum en hélt samt áfram að mæta og varð fljótlega einn af fastakúnnunum mínum.“

Karítas er gift Gylfa Ein­ars­syni, fyrr­ver­andi fót­bolta­manni.
Karítas er gift Gylfa Ein­ars­syni, fyrr­ver­andi fót­bolta­manni. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Getur þú kennt hvaða líkamsræktartíma sem er?

„Ég ætla ekki að segja alla en ég get kennt ýmislegt. Í gegnum árin hef ég tekið að mér mjög fjölbreytta tíma en ég veit hvar styrkur minn liggur. Ég hef nýtt hann til að setja saman æfingakerfi sem mér finnst skila árangri og ég kenni það á námskeiðunum mínum í dag. Ég er með námskeið sem heitir pilates og barre mix en þar hnýti ég saman allar mínar uppáhaldsæfingar í bland við góða tónlist.“

Hvað er mikilvægast í þjálfun?

„Ég legg mig fram við að taka vel eftir öllum þeim sem mæta á námskeið til mín, sýni þeim áhuga og athygli. Í tímana mæta einstaklingar með ólíkan bakgrunn, mismunandi markmið, ýmis meiðsli og fleira. Mér finnst þar af leiðandi mikilvægt að blanda mannlega hlutanum saman við tækni og kennslu. Ég er líka dugleg að uppfæra þekkingu mína í öllu er viðkemur hreyfingu og finnst meðal annars mikilvægt að kynna mér tíma hjá öðrum þjálfurum. Þannig næ ég að uppfæra kunnáttu mína sem þjálfari og iðkandi.“

Hver er hugmyndafræði þín gagnvart hreyfingu?

„Fyrst og fremst sú að hreyfing á að vera skemmtileg og veita vellíðan. Það er mikilvægt að finna sér hreyfingu sem hentar, þá er líklegra að húnn verði hluti af rútínunni. Svo er auðvitað augljós ávinningur þar sem regluleg hreyfing spornar gegn sjúkdómum og veitir andlegan og líkamlegan styrk og vellíðan.“

Hvernig byggir þú upp líkamsræktartíma?

„Ég byrja alltaf á að hita vel upp, tek svo æfingu og enda á góðum teygjum. Mér finnst skipta máli að hafa góða tónlist og æfa í takt við hana. Ég kenni flest mín námskeið í infrarauðum sal, en þar náum við dýpri vöðvavinnu, auknum liðleika ásamt því að svitna vel. Æfingakerfið byggist á því að styrkja hina djúpu kjarnavöðva líkamans, vöðvana sem liggja næst hryggnum.“

Hvaða æfing er í uppáhaldi?

„Ég á mér ekki beint uppáhaldsæfingu en námskeiðin mín eru klárlega í uppáhaldi. Ég reyni alltaf að ná smá útiveru á hverjum degi, mér finnst það gera svakalega mikið.“

Karítas hef­ur þjálfað í World Class síðastliðin 14 ár.
Karítas hef­ur þjálfað í World Class síðastliðin 14 ár. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Hvort er mikilvægara: hreyfing eða næring?

„Að mínu mati er það blanda af hvoru tveggja sem flestir ættu að reyna að tileinka sér. Að hugsa um hreyfingu og næringu sem orku og styrk fyrir daglegar athafnir. Regluleg hreyfing og góð næring skipta ómældu máli til að viðhalda góðri heilsu og sporna gegn fjölmörgum sjúkdómum. Góð næring ætti líka að gera þér kleift að ná meiri afköstum í íþróttum.“

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Ég er algjör morgunmatar-manneskja og ef ég kæmist upp með að borða einungis „skálar“ og graut í öll mál, þá myndi ég gera það. Ég fasta nær alltaf fram yfir morgunæfingu, það hefur hentað mér best, en ég byrja daginn á að taka inn Dropa og skot með engifer, chili-pipar og túrmerik. Eftir það fæ ég mér oftast skál, ég vil að fæðan innihaldi prótín, fitu, trefjar og kolvetni.“

mbl.is