Búslóðin inn í Moggann

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. febrúar 2024

Búslóðin inn í Moggann

Kristín Björk Ómarsdóttir, slökkviliðsmaður í Grindavík, hefur staðið vaktina undanfarnar vikur í Grindavík og séð íbúum sem pakka niður búslóðum sínum fyrir kössum, plasti, límbandi og síðast en ekki síst Morgunblaðinu.

Búslóðin inn í Moggann

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. febrúar 2024

Kristín afhendir kassa og knúsar líka íbúa þegar þörf er …
Kristín afhendir kassa og knúsar líka íbúa þegar þörf er á. Í vikunni voru sumir að koma í fyrsta sinn til Grindavíkur síðan í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristín Björk Ómarsdóttir, slökkviliðsmaður í Grindavík, hefur staðið vaktina undanfarnar vikur í Grindavík og séð íbúum sem pakka niður búslóðum sínum fyrir kössum, plasti, límbandi og síðast en ekki síst Morgunblaðinu.

Kristín Björk Ómarsdóttir, slökkviliðsmaður í Grindavík, hefur staðið vaktina undanfarnar vikur í Grindavík og séð íbúum sem pakka niður búslóðum sínum fyrir kössum, plasti, límbandi og síðast en ekki síst Morgunblaðinu.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við hjá Kristínu í vikunni.

Allt sem þarf til að pakka niður búslóðinni er í …
Allt sem þarf til að pakka niður búslóðinni er í bænum. Kassar, límband, plast og síðast en ekki síst Mogginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta bara gengur rosa vel. Fólk er í misjöfnu ástandi þegar það kemur. Það brosir í gegnum tárin,“ segir Kristín spurð hvernig gengið hafi að afhenda þessar nauðsynjar þegar búslóð er pakkað niður í kassa og flutt á brott.

Stappar stálinu í fólk

Kristín er þó ekki bara í því hlutverki að afhenda fólki allt sem þarf til að pakka heldur bregður hún sér í hlutverk sáluhjálpara þegar þörf er á.

„Jájá, það fær alveg knús ef það þarf knús. Maður reynir að stappa stálinu í fólk ef þarf,“ segir Kristín.

Hún hefur starfað sem slökkviliðsmaður í Grindavík undanfarin þrettán til fjórtán ár.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

mbl.is