Dýrari eign og dýrara lán

Raddir Grindvíkinga | 18. febrúar 2024

Dýrari eign og dýrara lán

„Frumvarpið kæmi ágætlega út fyrir okkur, því við erum með lögheimilið á okkar eign,“ segir Sævar Þór Birgisson, íbúi í Grindavík, um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. 

Dýrari eign og dýrara lán

Raddir Grindvíkinga | 18. febrúar 2024

Sævar Þór Birgisson.
Sævar Þór Birgisson. Ljósmynd/Aðsend

„Frumvarpið kæmi ágætlega út fyrir okkur, því við erum með lögheimilið á okkar eign,“ segir Sævar Þór Birgisson, íbúi í Grindavík, um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. 

„Frumvarpið kæmi ágætlega út fyrir okkur, því við erum með lögheimilið á okkar eign,“ segir Sævar Þór Birgisson, íbúi í Grindavík, um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. 

„En pabbi á reyndar aðra eign þarna og sparifé hans færi þannig út um gluggann, eins og þetta er sett upp,“ bætir hann við.

Sævar segir að útséð sé um að hans fjögurra manna fjölskylda geti keypt sambærilegt húsnæði annars staðar.

„Eignin okkar er veðbandalaus og til að kaupa einbýlishús fyrir fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu þyrftum við að bæta við 50-60 milljóna láni á eignina til að fá sambærilega eign.“

Sævar segir að hann myndi alltaf kjósa að flytja aftur til Grindavíkur væri það kostur, en lífið sé núna í biðstöðu og þau eru að skoða möguleikana.

„Svo finnst mér fáránlegt að ekki sé hægt að flytja veð af eignunum. Það þýðir að í dag þarftu að kaupa dýrari eign, auka við lántöku með láni á verri kjörum.“

mbl.is