Lögheimiliskvöð kemur illa út

Raddir Grindvíkinga | 18. febrúar 2024

Lögheimiliskvöð kemur illa út

„Frumvarpið eins og það er núna kemur ekki nógu vel út fyrir alla sem hagsmuna eiga að gæta,“ segir Jakob Sigurðsson, íbúi í Grindavík og eigandi fjórhjólafyrirtækis, um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Lögheimiliskvöð kemur illa út

Raddir Grindvíkinga | 18. febrúar 2024

Sara Símonardóttir og Jakob Sigurðsson.
Sara Símonardóttir og Jakob Sigurðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Frumvarpið eins og það er núna kemur ekki nógu vel út fyrir alla sem hagsmuna eiga að gæta,“ segir Jakob Sigurðsson, íbúi í Grindavík og eigandi fjórhjólafyrirtækis, um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

„Frumvarpið eins og það er núna kemur ekki nógu vel út fyrir alla sem hagsmuna eiga að gæta,“ segir Jakob Sigurðsson, íbúi í Grindavík og eigandi fjórhjólafyrirtækis, um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

„Það kemur ágætlega út fyrir þá sem eru með skráð lögheimili á eign sinni, en það tekur ekki á eignum sem eru skráðar undir lögaðila og ég er t.d. með par hjá mér í vinnu sem er búið að búa hér í sjö ár og hefur verið að fjárfesta til framtíðar. Þau keyptu sér eign sem þau leigðu út og eru þess vegna ekki með lögheimili á sinni eign,“ segir hann og segist vita um fleiri slík dæmi um ungt fólk sem hafi keypt eignir.

Þá er lífeyrissparnaður þeirra sem eiga fleiri eignir ekki tryggður.

„Svo var fólk hvatt til að kaupa viðbótarbrunatryggingar, en ekki er tekið tillit til þess í frumvarpinu.

mbl.is