Trúa á endurreisn bæjarins

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Trúa á endurreisn bæjarins

„Við áttum okkur á því að þetta er tvíeggjað sverð,“ sagði Hjálmar Hallgrímsson, bæjarfulltrúi í Grindavík, spurður hvort bæjarstjórnin óttist ekki að fáir snúi til baka eftir að ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í gær.

Trúa á endurreisn bæjarins

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Frá íbúafundinum í gær.
Frá íbúafundinum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við áttum okkur á því að þetta er tvíeggjað sverð,“ sagði Hjálmar Hallgrímsson, bæjarfulltrúi í Grindavík, spurður hvort bæjarstjórnin óttist ekki að fáir snúi til baka eftir að ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í gær.

„Við áttum okkur á því að þetta er tvíeggjað sverð,“ sagði Hjálmar Hallgrímsson, bæjarfulltrúi í Grindavík, spurður hvort bæjarstjórnin óttist ekki að fáir snúi til baka eftir að ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í gær.

Þar fengu íbúar að spyrja bæjarfulltrúa um stöðu mála og frumvarp fjármálaráðherra um uppkaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga. „Við trúum því að við getum byggt upp bæinn þannig að fólk vilji koma til baka,“ sagði Birgitta Káradóttir Ramsay bæjarfulltrúi.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í pontu.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í pontu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilja fimm ár í forkaupsrétt

Meðal þess sem fram kom á fundinum var óánægja íbúa með þann tíma sem Grindvíkingar hafa forgangsrétt að íbúðarhúsnæði í bænum. Í frumvarpi fjármálaráðherra segir að forkaupsrétturinn falli niður tveimur árum eftir gildistöku laganna. Vilja íbúar lengja tímann í að minnsta kosti fimm ár.

Kváðust bæjarfulltrúar sammála íbúum um að tímaramminn væri of knappur. „Við komum þeim ábendingum áleiðis,“ sagði Helga Dís Jakobsdóttir bæjarfulltrúi. Hún segir bæjarfulltrúa hafa borið það upp á fundi við efnahags- og viðskiptanefnd í síðustu viku að óvissa væri mikil um hvers eðlis fasteignafélagið verði sem muni taka við eignum Grindvíkinga.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fólk er með ónot yfir því hvert það er að fara selja eignina sína, það þarf að koma skýrt fram,“ sagði hún.

Hjálmar Hallgrímsson sagði á fundinum að fundur bæjarstjórnar við efnahags- og viðskiptanefnd hefði gengið vel. „Ég held að við höfum verið mjög dugleg að koma öllum ábendingum til skila.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is