Landa í Grindavíkurhöfn meðan náttúran leyfir

Raddir Grindvíkinga | 22. febrúar 2024

Landa í Grindavíkurhöfn meðan náttúran leyfir

Fyrsta löndun í Grindavíkurhöfn fór fram nú fyrr í dag þegar Vésteinn GK, sem gerir út fyrir Einhamar, kom í millilöndun í höfninni. Markmið útgerðarfyrirtækja á svæðinu er að reyna að lifa með jarðhræringunum á Reykja­nesskaga.

Landa í Grindavíkurhöfn meðan náttúran leyfir

Raddir Grindvíkinga | 22. febrúar 2024

Fyrsta löndunin við Grindavíkurhöfn síðan 11. janúar var í dag.
Fyrsta löndunin við Grindavíkurhöfn síðan 11. janúar var í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta löndun í Grindavíkurhöfn fór fram nú fyrr í dag þegar Vésteinn GK, sem gerir út fyrir Einhamar, kom í millilöndun í höfninni. Markmið útgerðarfyrirtækja á svæðinu er að reyna að lifa með jarðhræringunum á Reykja­nesskaga.

Fyrsta löndun í Grindavíkurhöfn fór fram nú fyrr í dag þegar Vésteinn GK, sem gerir út fyrir Einhamar, kom í millilöndun í höfninni. Markmið útgerðarfyrirtækja á svæðinu er að reyna að lifa með jarðhræringunum á Reykja­nesskaga.

Þetta segir hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, Sigurður A. Kristmundsson, í samtali við mbl.is.  Síðasta löndun í höfninni var þann 11. janúar. Þá hafa verið sex til sjö landanir verið í höfninni á árinu. 

Áframhaldandi starfsemi ef það verður friður

Sigurður segir allt líta út fyrir að útgerðirnar fari að hefja starfsemi á ný á svæðinu, ef það verður einhver friður. Hann gerir ráð fyrir starfsemi áfram yfir helgina og í næstu viku. 

Hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, Sigurður A. Kristmundsson.
Hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, Sigurður A. Kristmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar að veður leyfir og þegar eldgos leyfa verður starfsemi.“

Hann segir áframhaldandi starfsemi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir sveitarfélagið. Það er algjört lykilatriði að halda starfsemi í gangi við höfnina sem og alla þjónusta tengda því bætir hann við. 

Vilja lifa með jarðhræringum

Sigurður segir mikilvægt að fyrirtækin á svæðinu geti starfað samhliða jarðhræringunum. Hann segir innsiglungu á svæðinu vera opna um 90% af tímanum, sama ætti að gilda um jarðelda.

„Nú er hafin vinna hjá öryggisstjórum stóru fyrirtækjanna hér á svæðinu og annarra aðila sem hefur það að markmiði að gera vinnu hér mögulega samhliða við þessa jarðelda og minnka þann tíma sem við erum frá, svo starfsemin sé ekki stopp í 10-15 daga milli atburða.“

Þá segir hann að ef kæmi til elgoss þá væri hægt að bakka og þegar hættan er frá þá myndi starfsemi hefjast strax á ný, ekki vera með þessar löngu tafir á milli. 

mbl.is