Ísraeli hvetur landsmenn til að kjósa Heru Björk

Eurovision | 27. febrúar 2024

Ísraeli hvetur landsmenn til að kjósa Heru Björk

Yogev Segal, stjórnandi Facebook-hópsins „Israeli-Icelandic conversation“, birti færslu í gærdag þar sem hann hvatti landsmenn til að kjósa söngkonuna Heru Björk á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram næstkomandi laugardag. 

Ísraeli hvetur landsmenn til að kjósa Heru Björk

Eurovision | 27. febrúar 2024

Hera Björk og Bashar Murad eru meðal þeirra sem keppa …
Hera Björk og Bashar Murad eru meðal þeirra sem keppa til úrslita á laugardag. Samsett mynd

Yogev Segal, stjórnandi Facebook-hópsins „Israeli-Icelandic conversation“, birti færslu í gærdag þar sem hann hvatti landsmenn til að kjósa söngkonuna Heru Björk á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram næstkomandi laugardag. 

Yogev Segal, stjórnandi Facebook-hópsins „Israeli-Icelandic conversation“, birti færslu í gærdag þar sem hann hvatti landsmenn til að kjósa söngkonuna Heru Björk á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram næstkomandi laugardag. 

Segal skrifar í byrjun að hann viti að orð sín séu örlítið ósanngjörn en tekur þó fram að þau byggi ekki á neinu hatri í garð Palestínumannsins Bashar Murad, sem er einn þeirra sem keppir til úrslita á laugardag.

„Ég veit að hann var valinn til þátttöku fyrir 7. október og líklegast var lagið samið fyrir þann tíma. Ég hef ekkert á móti því að palestínskur söngvari taki þátt í Eurovision, þvert á móti,“ skrifar Bashar sem segist hlynntur þátttöku Palestínu í keppninni í framtíðinni. 

„Þátttaka Bashars verður aldrei öðruvísi metin en pólitísk og það verður mun alvarlegra ef Ísrael verður ekki með,“ útskýrir hann. 

Bashar tekur einnig fram að þátttaka söngvarans gæti haft skaðleg áhrif á samband Íslands og Ísrael, þá sérstaklega ef Ísland myndi enda á að sigra keppnina.



mbl.is