Segir um 130 fjölskyldur á bráðalista

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 29. febrúar 2024

Segir um 130 fjölskyldur á bráðalista

„Það er enginn beinlínis húsnæðislaus, en það eru allt of margar fjölskyldur sem búa við óviðunandi húsnæðisaðstæður og einnig tímabundin úrræði sem fljótlega renna þeim úr greipum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Morgunblaðið.

Segir um 130 fjölskyldur á bráðalista

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 29. febrúar 2024

Fannar Jónasson.
Fannar Jónasson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er enginn beinlínis húsnæðislaus, en það eru allt of margar fjölskyldur sem búa við óviðunandi húsnæðisaðstæður og einnig tímabundin úrræði sem fljótlega renna þeim úr greipum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Morgunblaðið.

„Það er enginn beinlínis húsnæðislaus, en það eru allt of margar fjölskyldur sem búa við óviðunandi húsnæðisaðstæður og einnig tímabundin úrræði sem fljótlega renna þeim úr greipum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um stöðu húsnæðismála hjá Grindvíkingum sem margir hverjir hafa ekki komist í varanlegt húsnæði, eftir að hafa þurft að yfirgefa bæinn.

„Það eru um 130 fjölskyldur á bráðalistanum, en það eru fleiri fjölskyldur sem þurfa betri úrræði en þær búa við núna,“ segir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is