Fara fram á frekari stuðning við Grindvíkinga

Raddir Grindvíkinga | 12. mars 2024

Fara fram á frekari stuðning við Grindvíkinga

Hagsmunasamtök Grindvíkinga vilja helmingsafslátt af stimpilgjöldum fyrir Grindvíkinga, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignarsparnaði til útborgunar og aðgengi að hlutdeildarlánum þó Grindvíkingar hafi átt fasteignir áður.

Fara fram á frekari stuðning við Grindvíkinga

Raddir Grindvíkinga | 12. mars 2024

„Bæjarfélagið var eftirsóknarvert til búsetu, fyrir unga sem aldna, bæjarsjóður …
„Bæjarfélagið var eftirsóknarvert til búsetu, fyrir unga sem aldna, bæjarsjóður vel stæður og mikill metnaður lagður til samfélagslegra verkefna fyrir alla aldurshópa.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagsmunasamtök Grindvíkinga vilja helmingsafslátt af stimpilgjöldum fyrir Grindvíkinga, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignarsparnaði til útborgunar og aðgengi að hlutdeildarlánum þó Grindvíkingar hafi átt fasteignir áður.

Hagsmunasamtök Grindvíkinga vilja helmingsafslátt af stimpilgjöldum fyrir Grindvíkinga, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignarsparnaði til útborgunar og aðgengi að hlutdeildarlánum þó Grindvíkingar hafi átt fasteignir áður.

Þetta kemur fram í samstöðuyfirlýsingu frá hagsmunasamtökum Grindvíkinga til yfirvalda. Undir yfirlýsinguna skrifar bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í Grindavík, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

Í yfirlýsingunni er þess farið á leit við yfirvöld að þau styðji enn betur við Grindvíkinga og velferð þeirra.

Óvænt komin á erfiðan markað

„Íbúar Grindavíkur eru komnir óvænt og óundirbúið á erfiðan íbúðamarkað og ljóst er að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja við Grindvíkinga á þessum fordæmalausu tímum. Fyrirsjáanlegt er töluvert tap á fjármunum þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu fasteignaeigenda í bæjarfélaginu auk þess sem íbúar hafa orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur fram að Grindvíkingar streymi á fasteignamarkaðinn um þessar mundir sem nú þegar sé þaninn og eftirspurn há miðað við framboð eigna.

„[L]eiðir það óhjákvæmilega til hækkunar íbúðaverðs í þeim þéttbýliskjörnum sem sótt er í.“

Bæjarfélagið var eftirsóknarvert

Þá segir að lánakjör séu óhagstæð og verðbólga hærri en best væri á kosið.

„Bæjarfélagið var eftirsóknarvert til búsetu, fyrir unga sem aldna, bæjarsjóður vel stæður og mikill metnaður lagður til samfélagslegra verkefna fyrir alla aldurshópa. Barnmargar fjölskyldur sem hafa sniðið sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, bjuggu við velsæld í vel settu bæjarfélagi þar sem húsnæðisverð var hagstætt. Í Grindavík voru íþróttir og tómstundir niðurgreiddar auk skólamáltíða, skólasels og leikskóla og standa fjölskyldur nú frammi fyrir því að fjárfesta í efstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði fyrir fjölskyldustærð. Til að ná markmiðum um uppkaup húsnæðis í að eyða óvissu Grindvíkinga og verja fjárhag og velferð þeirra þarf að koma til frekari stuðnings.“

mbl.is