Sjóarinn síkáti verður haldinn á Granda

Raddir Grindvíkinga | 27. mars 2024

Sjóarinn síkáti verður haldinn á Granda

Sjómannadagshátíðin Sjóarinn síkáti, sem haldin hefur verið í Grindavík í rúman aldarfjórðung, verður haldin við Reykjavíkurhöfn í ár í ljósi aðstæðna í Grindavíkurbæ. Samkomulag þess efnis var handsalað um borð í Fjölni GK 157, sem liggur við höfnina á Granda, í gær.

Sjóarinn síkáti verður haldinn á Granda

Raddir Grindvíkinga | 27. mars 2024

Aríel og Eggert handsöluðu samkomulagið um hátíðarhöldin um borð í …
Aríel og Eggert handsöluðu samkomulagið um hátíðarhöldin um borð í Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

Sjómannadagshátíðin Sjóarinn síkáti, sem haldin hefur verið í Grindavík í rúman aldarfjórðung, verður haldin við Reykjavíkurhöfn í ár í ljósi aðstæðna í Grindavíkurbæ. Samkomulag þess efnis var handsalað um borð í Fjölni GK 157, sem liggur við höfnina á Granda, í gær.

Sjómannadagshátíðin Sjóarinn síkáti, sem haldin hefur verið í Grindavík í rúman aldarfjórðung, verður haldin við Reykjavíkurhöfn í ár í ljósi aðstæðna í Grindavíkurbæ. Samkomulag þess efnis var handsalað um borð í Fjölni GK 157, sem liggur við höfnina á Granda, í gær.

Mikil spenna er fyrir hátíðinni sem hefur verið í undirbúningi frá því snemma árs, eða allt frá því að Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, hafði samband við Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur, og bauð Grindvíkingum að taka þátt í hátíðinni. Eggert segir Grindavíkurbæ ekki hafa þurft langan umhugsunarfrest enda rík hefð fyrir hátíðahöldum af tilefni sjómannadagsins í Grindavík.

Þar með voru Grindvíkingar gerðir að heiðursgestum sjómannadagsins í Reykjavík þetta árið og segir Aríel að öllu verði tjaldað til til að taka vel á móti heiðursgestunum sem fá nú heimaskjól fyrir Sjóarann síkáta við höfnina á Granda.

mbl.is