Nýja kærastan sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonunni

Poppkúltúr | 16. maí 2024

Nýja kærastan sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonunni

Tónlistarmaðurinn Gavin Rossdale er kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Xhoana Xheneti og er albönsk söngkona. Nokkur aldursmunur er á parinu en Rossdale er fæddur árið 1965 og Xheneti árið 1989. 

Nýja kærastan sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonunni

Poppkúltúr | 16. maí 2024

Rossdale og Xheneti opinberuðu samband sitt í mars á þessu …
Rossdale og Xheneti opinberuðu samband sitt í mars á þessu ári. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Gavin Rossdale er kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Xhoana Xheneti og er albönsk söngkona. Nokkur aldursmunur er á parinu en Rossdale er fæddur árið 1965 og Xheneti árið 1989. 

Tónlistarmaðurinn Gavin Rossdale er kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Xhoana Xheneti og er albönsk söngkona. Nokkur aldursmunur er á parinu en Rossdale er fæddur árið 1965 og Xheneti árið 1989. 

Samband Rossdale og Xheneti er afar nýtt af nálinni en það hefur engu að síður náð að vekja talsverða eftirtekt þar sem mörgum þykir Xheneti skuggalega lík fyrrverandi eiginkonu Rossdale, bandarísku söngkonunni Gwen Stefani. Báðar eru þær ljóshærðar, háar og grannvaxnar.

Rossdale og Stefani skildu árið 2015 eftir 20 ára samband. Fyrrverandi hjónin eiga þrjá syni á táningsaldri, Kingston, Zuma og Apollo.

Stefani giftist kántrísöngvaranum Blake Shelton árið 2021. Stefani og Shelton kynntust við tökur á sjónvarpsseríunni The Voice. 

mbl.is