Ástfangnar en ekki trúlofaðar

Poppkúltúr | 27. maí 2024

Ástfangnar en ekki trúlofaðar

Leikkonan Sophia Bush, þekktust fyrir hlutverk sín í bandarísku þáttaröðunum Chicago P.D. og One Tree Hill, þvertekur fyrir það að hún sé trúlofuð kærustu sinni, bandarísku knattspyrnustjörnunni Ashlyn Harris. 

Ástfangnar en ekki trúlofaðar

Poppkúltúr | 27. maí 2024

Parið staðfesti samband sitt í október á síðasta ári.
Parið staðfesti samband sitt í október á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Sophia Bush, þekktust fyrir hlutverk sín í bandarísku þáttaröðunum Chicago P.D. og One Tree Hill, þvertekur fyrir það að hún sé trúlofuð kærustu sinni, bandarísku knattspyrnustjörnunni Ashlyn Harris. 

Leikkonan Sophia Bush, þekktust fyrir hlutverk sín í bandarísku þáttaröðunum Chicago P.D. og One Tree Hill, þvertekur fyrir það að hún sé trúlofuð kærustu sinni, bandarísku knattspyrnustjörnunni Ashlyn Harris. 

Rómantískt ferðalag parsins til Parísar kynti undir þann orðróm, enda algengt að bera upp bónorð í borg ástarinnar. 

Bush og Harris birtu innilegar myndir af sér á Instagram Story og kviknaði orðrómur um trúlofun í kjölfarið. Leikkonan deildi því næst skilaboðum og sagði orðróminn uppspuna en Bush viðurkenndi að þær væru mjög ástfangnar. 

Parið hefur þekkst í þó nokkur ár en leikkonan er að eigin sögn mikil áhugakona um kvennaknattspyrnu og hefur lengi fylgst með Harris spila.

Bush og Harris opinberuðu ást sína í október á síðasta ári, aðeins einum mánuði eftir að Harris sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, knattspyrnustjörnunni Ali Krieger. 

Bush er tví­skil­in en leik­kon­an var gift meðleik­ara sín­um úr One Tree Hill, Chad Michael Murray. Parið sótti um skilnað ein­ung­is nokkr­um mánuðum eft­ir brúðkaupið. 

Leikkonan Sophia Bush þvertók fyrir orðróm um trúlofun.
Leikkonan Sophia Bush þvertók fyrir orðróm um trúlofun. Samsett mynd
mbl.is