Harðlega gagnrýnd fyrir útlit sitt

Poppkúltúr | 29. maí 2024

Harðlega gagnrýnd fyrir útlit sitt

Breska leikkonan Kate Beckinsale, þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Pearl Harbour, The Aviator, Underworld og Serendipity, er mætt aftur til starfa eftir tæplega tveggja mánaða dvöl á sjúkrahúsi þar sem hún glímdi við óútskýrð veikindi.

Harðlega gagnrýnd fyrir útlit sitt

Poppkúltúr | 29. maí 2024

Kate Beckinsale birti ótal myndir og myndskeið á Instagram Story …
Kate Beckinsale birti ótal myndir og myndskeið á Instagram Story á dögunum. Samsett mynd

Breska leikkonan Kate Beckinsale, þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Pearl Harbour, The Aviator, Underworld og Serendipity, er mætt aftur til starfa eftir tæplega tveggja mánaða dvöl á sjúkrahúsi þar sem hún glímdi við óútskýrð veikindi.

Breska leikkonan Kate Beckinsale, þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Pearl Harbour, The Aviator, Underworld og Serendipity, er mætt aftur til starfa eftir tæplega tveggja mánaða dvöl á sjúkrahúsi þar sem hún glímdi við óútskýrð veikindi.

Beckinsale, sem er í óðaönn að undirbúa sig fyrir nýjasta hlutverk sitt í spennumyndinni Stolen Girl, birti á dögunum nokkrar myndir á Instagram-reikningi sínum. Á myndunum sést leikkonan máta svartan síðkjól sem er hluti af leikgervi hennar. 

Beckinsale fékk mikla gagnrýni í kjölfar birtinganna en ótal fylgjendur leikkonunnar lýstu yfir áhyggjum af heilsufari hennar og sögðu hana vera orðna óeðlilega granna.

Leikkonan var snögg að eyða færslunum af Instagram en ákvað þó að svara fyrir sig í nokkrum orðum. Beckinsale viðurkenndi að hafa gengið í gegnum erfiða tíma undanfarna mánuði og sagði að sá tími hefði tekið sinn toll á andlegri og líkamlegri heilsu hennar.

mbl.is