37 látnir og 700 særðir í London

Kona sem lenti í árásinni við Edgware Road stöðinni þar …
Kona sem lenti í árásinni við Edgware Road stöðinni þar sem að minnsta kosti fimm létu lífið. AP

Að minnsta kosti 37 eru látnir og 700 særðir í sprengjuárásunum í Lundúnum í dag, að því er lögregla í London hefur staðfest. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni klukkan 8:51 að staðartíma, staðfest hefur verið að sjö séu látnir eftir þá sprengingu.

Klukkan 8:56 sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, og létust 21 í þeirri sprengingu. Fimm létust svo nokkru síðar síðar í sprengingu við Edgware Road lestarstöðina, eða klukkan 9:17. Talið er að sú sprenging hafi náð til þriggja lesta.

Klukkan 9:47 varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Ekki hefur fengist staðfest hversu margir létu lífið í þeirri árás.

Sjúkrahús í Lundúnum hafa staðfest að 300 manns hafi særst í árásunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert