Sá slasað fólk liggja á jörðinni

Neðanjarðarlestarkerfinu í Lundúnum hefur verið lokað eftir að sprenging varð í því í námunda við Liverpool Street stöðina. Fregnir hafa borist af því að allnokkrir farþegar hafi slasast. Farþegi sem fór úr lestinni við Fenchchurch Street Station og gekk að Aldgate East stöðinni, sagði í samtali við BBC að hann hefði séð slasað fólk liggja á jörðinni.

„Þegar ég gekk hjá strætisvagnastöðinni sá ég fólk liggja á jörðinni og það leit út fyrir að það hefði lent í þykkum reykjarmekki. Verið var að hlynna að þremur eða fjórum einstaklingum,“ sagði farþeginn.

Fréttamaður BBC, sem staddir var á Blackhorse Road stöðinni sem er á Victoria lestarlínunni sagði: „Okkur var sagt að það væri sprengja á Liverpool Street stöðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert