Bandamenn felldu 25 talibana í Afganistan

Breskir hermenn við störf í Afganistan.
Breskir hermenn við störf í Afganistan. AP

Her bandamanna í Afganistan greindi frá því í dag að þeir, ásamt afganska hernum, hafi fellt 25 uppreisnarmenn úr röðum talibana í Helmand héraði landsins. Í gær lét að minnsta kosti 21 lífið þegar bílsprengja sprakk og þá létust fjórir kanadískir hermenn í Kandahar héraði landsins.

Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir að sjálfsmorðsprengjuárásin hafi verið „verk hugleysingja“.

Hundruð manna hafa látist í átökum í landinu sem hafa stigmagnast í suðurhluta landsins undanfarna mánuði.

Fram kemur í yfirlýsingu frá her bandamanna að þeir hafi verið við eftirlitsstörf í Nahr Surkh í Helmand-héraði þegar þeir urðu fyrir árás uppreisnarmanna.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert