Geta breytt nafni sínu og kyni í þjóðskrá án aðgerðar

Baráttusamtök kynskiptinga á Spáni fögnuðu í dag lagabreytingu sem heimilar fólki að breyta nafni sínu og kyni án þess að gangast undir aðgerð, þ.e. á pappírunum. Spænska þingið samþykkti lögin í gær. Formaður samtaka lesbía, homma og kynskiptinga segir þessa lagabreytingu mikilvægt skref fyrir félagslega aðlögun kynskiptinga þar sem komið sé til móts við kröfur þeirra.

Í júlí í fyrra bættist Spánn í hóp fárra ríkja heims sem heimila hjónaband samkynhneigðra og ættleiðingar þeirra, þ.e. að sömu kröfur yrðu gerðar til samkynhneigðra sem vilja ættleiða börn og gagnkynhneigðra. Samkynhneigðir verða að sýna fram á að þeir hafi verið í hormónameðferð í að minnsta kosti tvö ár, til að geta breytt um kyn og nafn á pappírunum.

mbl.is