Lítið notaðir skriðdrekar til sölu

Kürassier skriðdreki nokkrir slíkir eru til sölu í Austurríki.
Kürassier skriðdreki nokkrir slíkir eru til sölu í Austurríki. mbl.is/Mynd fengin á vef austurþýska varnarmálaráðuneytisins

Austuríski herinn auglýsti 200 lítið notaða skriðdreka til sölu í smáauglýsingum blaðsins Weiner Zeitung fyrir skömmu. Skriðdrekarnir eru af gerðunum Jaguar og Kürassier og voru kaup þeirra harðlega gagnrýnd fyrir tíu árum síðan því bæði voru þeir langtum fleiri en herinn hafði þörf fyrir til varna landsins og nú er svo komið að þeir þykja ekki henta í nútímahernaði.

Samkvæmt Berlingske Tidende hefur austurríski herinn ítrekað reynt að losna við stríðstólin en ekki fundið kaupanda og nú er svo komið að auglýst hefur verið eftir almennum kaupanda að vögnunum sem hafa staðið og ryðgað í nokkur ár.

Lysthafendur geta fræðst nánar um vagnana á :

Heimasíða Austurríska varnarmálaráðuneytisins

Jagúar skriðdrekar til sölu.
Jagúar skriðdrekar til sölu. mbl.is/Mynd fengin á vef austurþýska varnarmálaráðuneytisins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert