Skaðabætur lækkaðar vegna Exxon Valdez

Exxon Valdez
Exxon Valdez AP

Hæstiréttur Bandaríkjanna lækkaði í dag skaðabætur sem Exxon Mobil er gert að greiða í máli olíutanksskipsins Exxon Valdez, sem strandaði á Prins Williamsundi í Kanada árið 1989. Lækkaði Hæstiréttur skaðabæturnar úr 2,5 milljörðum dala, 208 milljörðum króna, í 500 milljónir dala, í 41,5 milljarð króna.

Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar geta fórnarlömb mengunarslyssins sótt skaðabætur til olíufélagsins en hvergi nærri jafn miklar og bandarískur alríkis-áfrýjunardómstóll hafði ákvarðað.

Exxon fór fram á það við Hæstarétt að bótakröfum yrði hafnað þar sem félagið hefði þegar eytt 3,4 milljörðum dala vegna slyssins, meðal annars í hreinsunarstarf. 

Dómstóll í Anchorage í Alaska hafði úrskurðað að Exxon skyldi greiða 5 milljarða dala í skaðabætur til handa þúsundum sjómanna, Kanadamanna, landeigenda og annarra sem urðu fyrir barðinu á olíulekanum. Áfrýjunardómstóll lækkaði skaðabæturnar í 2,5 milljónir dala árið 1994 en upphæðin er sú hæsta sem fyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða í skaðabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina