Enn eitt áfallið fyrir breska Verkamannaflokkinn

Breski Verkamannaflokkurinn varð í gærkvöldi fyrir enn einu áfallinu þegar þingmaður Skoska þjóðarflokksins fór með sigur af hólmi í aukakosningum í Glasgow austur en það hefur verið eitt öruggasta þingsæti Verkamannaflokksins frá því flokkurinn varð til. 

John Mason, frambjóðandi Skoska þjóðarlokksins, sagði að sigurinn væri svo stór að hann mældist ekki á Richterskala og sendi Verkamannaflokknum skýr skilaboð.

Margaret Curran, frambjóðandi Verkamannaflokksins, sagði að Verkamannaflokkurinn yrði nú að leggja við hlustir. Og Douglas Alexander, aðstoðarráðherra  og þingmaður Skota, sagði að flokkurinn yrði að læra af þessum úrslitum.

Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skota og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í morgun að hann reiknaði ekki með því að þessi úrslit ein og sér leiddu til þess að Gordon Brown, forsætisráðherra, segði af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Líklegra væri, að flokkurinn muni breyta um stefnu.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fær fáar góðar fréttir þessa dagana.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fær fáar góðar fréttir þessa dagana. AP
mbl.is