Fyrrverandi leiðtogi Kína látinn

Hua Guofeng.
Hua Guofeng.

Hua Guofeng, sem um tíma var leiðtogi Kínverja, er látinn, 87 ára að aldri, að sögn kínversku Xinhua fréttastofunnar. Hann tók við leiðtogaembætti kínverska kommúnistaflokksins þegar Maó Zedong lést árið 1976 en Deng Xiaoping bolaði honum frá völdum nokkrum árum síðar. 

Skömmu eftir að Hua tók við völdum voru Jiang Qing, ekkja Maós, og aðrir í svonefndri fjórmenningaklíku, handtekin og lauk þá menningarbyltingunni svonefndu, sem staðið hafði í rúman áratug. Óvíst er hins vegar hvort Hua átti þátt í þeim handtökum.

Deng tók í raun við völdum í Kína árið 1978 en hann var samt forsætisráðherra Kína til 1980 og formaður kommúnistaflokksins til 1981. Hann var ekki neyddur í útlegð frá Peking, eins og margir fyrri frammámenn í Kína, heldur sat áfram í miðstjórn kommúnistaflokksins til ársins 2002.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert