Minnka á bil milli fátækra og ríkra Kínverja

Bilið milli hinna fátæku og ríku í Kína hefur sjaldan verið meira samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir þarlend stjórnvöld og samþykkt á kínverska þinginu, sem lauk í Peking í dag.

Í skýrslunni er kallað eftir aðgerðum til að draga úr fátækt á vissum svæðum í landinu, einkum til sveita. Nauðsynlegt sé að minnka bilið á milli ríkra og fátækra. Hefur bilið á milli borgarsvæða og hinna dreifðu byggða ekki verið meira frá árinu 1970.

Hyggjast kínversk stjórnvöld ætla að auka velferð fátækra svæða og verja meiri fjármunum til uppbyggingar þar. Töldu margir þingmenn að skýrslan gæti verið gott innlegg í umræðuna og gæti aukið jöfnuð á ný meðal Kínverja. Allir stjórnmálaflokkar í landinu þyrftu að sameinast í því verkefni.

Af um 2.900 þingmönnum kínverska þingsins samþykktu um 2.800 efni skýrslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...