Kenna Frímúrurum um rógburð gegn kirkjunni

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. MAX ROSSI

Barnaníðsskandallinn sem skekur nú kaþólsku kirkjuna um allan heim hefur verið sérstaklega áberandi í Suður-Ameríku, þar sem um helmingur allra kaþólikka býr. Talsmenn kirkjunnar í álfunni keppast ýmist við að biðjast fyrirgefningar eða staðhæfa að kirkjan sæti ofsóknum dularfullra afla.

Kólumbíski kardinálinn Dario Castrillon lýsti því t.d. yfir í gær að hann myndi aldrei iðrast þess að hafa stutt franskan biskup sem neitaði að reka prest sem sakaður var um barnaníð og segir Frímúrara standa fyrir ófrægingarherferð gegn kaþólsku kirkjunni. „Ég er ekki hræddur við að segja að í sumum tilfellum hafa óvinir kirkjunnar innan Frímúrarareglunnar sameinast gegn okkur. Það er skömm að því að fífl af þessu tagi skuli standa fyrir svona ofsóknum," hefur AFP eftir Castrillon.

Erkibiskupinn í Líma í Perú, Juan Luis Cipriani, hefur einnig gert að umtalsefni að kirkjan sé fórnarlamb í málinu. „Þetta eru verk djöfulsins, jafnvel þótt það kæti blaðamenn," segir Cipriani, sem er einnig háttsettur meðlimur í Opus Dei reglunni.  Biskuparáðið í S-Ameríku sakaði í síðasta mánuði fjölmiðla um að ýta undir „falskan" og „illgjarnan" rógburð um viðbrögð Benedikts páfa á sínum tíma þegar hann þurfti að taka á barnaníði í prestastéttinni.

Aðrir kirkjunnar menn hafa hinsvegar fordæmt kynferðisofbeldi presta gegn börnum og beðist fyrirgefningar í nafni kirkjunnar. „Prestur sem misnotar börn á sér hvergi skjól hjá okkur.  Engin afsökun getur réttlætt svo skelfilegan glæp," hefur AFP eftir Alejandro Goic, æðsta biskupi Síle. „Við biðjumst fyrirgefningar og vonumst til þess að fá upplýsingar um þessa skelfilegu glæpi sem mega aldrei endurtaka sig."

mbl.is
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...