Nató segir WikiLeaks ógna mannslífum

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO.
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO. YVES HERMAN

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að lífi hermanna og almennra borgara gæti verið stefnt í hættu láti WikiLeaks verða af því að birta fleiri leynileg hernaðargögn á vefsíðu sinni.

„Slíkir lekar eru mjög óheppilegir og geta haft neikvæðar afleiðingar á öryggi fólks sem málið varðar," sagði Rasmussen á sameiginlegum blaðamannafundi með Angelu Merkel kanslara Þýskalands í Berlín. WikiLeaks tilkynnti á mánudag að innan skamms yrðu birt fleiri leyniskjöl, en gaf ekki uppi af hvaða toga skjölin eru.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, sagði í síðustu viku að unnið væri að því að fara yfir gagnagrunna um Íraksstríðið til að búa herinn undir mögulega birtingu leyniskjala. Pentagon biðlaði til fjölmiðla að auðvelda ekki dreifingu leynigagna um Írak og reyna að forðast að fjalla um málið.  En í kjölfarið tísti WikiLeaks á Twitter síðu sinni: „Við sögðum aldrei að við ætluðum að birta eitthvað um Írak."

Í júlí síðastliðnum voru birt 77.000 leyniskjöl frá Bandaríkjaher um stríðið í Afganistan.  

Merki Wikileaks.
Merki Wikileaks.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...