Rósatollur felldur niður í Noregi

Rósir hafa verið áberandi í sorgarviðbrögðum Norðmanna við hryðjuverkunum fyrir ...
Rósir hafa verið áberandi í sorgarviðbrögðum Norðmanna við hryðjuverkunum fyrir viku síðan. Fólk hefur lagt rósir til minningar um hina látnu og farið í rósagöngur. Reuters

Norsk yfirvöld hafa ákveðið að afnema toll af rósum hvaðan sem er úr heiminum í vikutíma, frá 26. júlí til 2. ágúst. Þetta er gert að tillögu blómasala í Noregi. 

Sigrun Pettersborg, yfirráðunautur við Landbúnaðarstofnun ríkisins, segir að sérstakar aðstæður í landinu og gríðarleg spurn eftir rósum sé ástæða þess að tollar séu felldir niður í vikutíma. Þetta kemur fram hjá ABC Nyheter.

Norskir framleiðendur og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum fullnægir ekki eftirspurninni.

Pettersborg sagði að norskir rósabændur geti útvegað allt að 150.000 rósir á viku en eftirspurnin sé mun meiri. Hún sagði að borist hafi einstakar pantanir upp á 80.000 rósir. 

Venjulega er fullur tollur 249% af virði rósarinnar. Tollurinn er settur til að vernda norska rósaræktun. 

Blómabúðirnar Mester Grønn ætla að gefa ágóðann af rósasölunni til Rauða krossins. Interflora-blómabúðirnar í Noregi leggja ágóðann í sérstakan sjóð á vegum fyrirtækisins sem styrkir mannúðarmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...