Hollande með gott forskot

Veggspjald með andlitum Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og Francois Hollande, ...
Veggspjald með andlitum Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og Francois Hollande, forsetaframbjóðanda franskra sósíalista. Reuters

Francois Hollande, forsetaframbjóðandi franskra sósíalista, hefur gott forskot á Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Frakklandi en kosið verður á milli þeirra í annarri umferð forsetakosninganna þann 6. maí næstkomandi.

Samkvæmt könnuninni sem birt var á RTL sjónvarpsstöðinni fengi Hollande 54,5% atkvæða ef kosið væri nú en Sarkozy 45,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina