Fresta fyrirtöku áfrýjunar Pussy Riot

Dómstóll í Moskvu frestaði í morgun fyrirtöku áfrýjunar pönksveitarinnar Pussy Riot á dómi sem þær hlutu fyrir á árinu. Þremenningarnir í Pussy Riot voru dæmdir í ágúst í tveggja ára fangelsi fyrir að raska almannafriði með því að flytja pönkbæn í kirkju í Moskvu í febrúar.

Konurnar áfrýjuðu niðurstöðunni og hefur dómstóll í Moskvu nú ákveðið að fresta fyrirtöku málsins til 10. október.

Ein kvennanna, Yekaterina Samutsevich, hefur sagt lögfræðingi sínum upp og leitar að öðrum. Féllst dómarinn af þessum sökum á að fresta meðferð málsins.

Þremenningarnir í Pussy Riot (f.v.) Yekaterina Samutsevich, Maria Alyokhina og …
Þremenningarnir í Pussy Riot (f.v.) Yekaterina Samutsevich, Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova í dómssalnum í morgun. AFP
Stúlkurnar þrjár úr Pussy Riot fyrir dómsstólum í sumar.
Stúlkurnar þrjár úr Pussy Riot fyrir dómsstólum í sumar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert