Fuglaflensa í Nepal

Heilbrigðisstarfsemenn að störfum í Nepal
Heilbrigðisstarfsemenn að störfum í Nepal AFP

Hundruð kjúklinga voru drepnir og egg eyðilögð af heilbrigðisstarfsmönnum í Nepal eftir að fuglaflensa kom upp í höfuðborginni, Katmandú.

Fuglaflensa, H5N1, kom upp á kjúklingabúi í nágrenni borgarinnar og hafa 1.200 kjúklingar á búinu drepist úr fuglaflensu frá því hún kom þar upp fyrir tíu mánuðum síðan. Þeir 800 kjúklingar sem ekki drápust úr fuglaflensu hafa síðan verið aflífaðir og egg í þúsundavís eyðilögð.

Fuglaflensa kom fyrst upp í Katmandú í desember í fyrra og í febrúar fannst hún á fleiri stöðum í Nepal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert