Herða viðurlög gegn samkynhneigð

Allt að 15 ára fangelsisvist bíður samkynhneigðra í Nígeríu sem ...
Allt að 15 ára fangelsisvist bíður samkynhneigðra í Nígeríu sem vilja ganga í hjónaband. Mynd úr safni. AFP

Fulltrúadeildarþingmenn Nígeríuþings samþykktu í dag lög um að banna með öllu hjónabönd samkynhneigðra. Viðurlög voru sett við því að fólk af sama kyni sjáist opinberlega leiðast eða á annan innilegan hátt.

Fulltrúaþingið samþykkti frumvarpið sem felur í sér ákvæði um fangelsisvist allt að 14 árum fyrir fólk af sama kyni sem giftist.

Lög um réttindi samkynhneigðra hafa þegar farið í gegnum öldungadeildina en ekki lá fyrir hvort þau væru samhljóma þeim sem fulltrúadeildin samþykkti.

Ef það reynist ekki efnislegur munur á lögunum munu þau fara til forsetans til staðfestingar

Samkvæmt lögunum eru hjón af sama kyni jafnsek og eiga yfir höfði sér 14 ára fangelsisvist, hvort sem hjónabandið er innsiglað af trúfélagi eða með borgaralegum hætti.

Það segir líka að hver sá sem er skráður fyrir, rekur eða tekur á einhvern hátt þátt í að starfrækja klúbba fyrir samkynhneigða, samtök á þeirra vegum eða fólk sem opinberar samkynhneigð sína eigi yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist.

Ýmsir hafa áhyggjur af því, í þessu fjölmennasta ríki Afríku, hvort lögin muni hafa neikvæð áhrif á fjáraflanir í gegnum sjálfboðaliðasamtök í Nígeríu í baráttunni gegn alnæmi. AFP-fréttastofan greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina