Sleppa 11 pólitískum föngum í Íran

Nasrin Sotoudeh.
Nasrin Sotoudeh.

Stjórnvöld í Íran hafa tilkynnt að þau ætli að láta lausa 11 pólitíska fanga. Meðal þeirra sem verður sleppt úr haldi er mannréttindalögmaðurinn Nasrin Sotoudeh, en hún hefur setið í fangelsi í þrjú ár.

Átta konum og þremur körlum verður sleppt úr haldi. Ákvörðun um að sleppa föngunum er tilkynnt nokkrum dögum áður en nýr forseti Írans, Hassan Rouhani, heimsækir New York, en hann mun ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Meðal þeirra sem sleppt verður úr haldi er Mohsen Aminzadeh, sem barist hefur fyrir pólitískum umbótum í Íran. Mohsen Aminzadeh, fyrrverandi varautanríkisráðherra, fær einnig frelsi, en hann var handtekinn 2010 fyrir að skipuleggja mótmæli og dreifa áróðri gegn stjórnvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka