Sollecito ætlar að berjast

Samsett mynd af Amöndu Knox og Raffaele Sollecito.
Samsett mynd af Amöndu Knox og Raffaele Sollecito. AFP

Raffaele Sollecito, fyrrverandi kærasti Amöndu Knox segist ætla að berjast, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 25 ára fangelsi síðastliðinn fimmtudag. Þetta segir hann í viðtali við CNN.

Lögregla fann Sollecito á hóteli nálægt landamærum Ítalíu og Austurríkis á föstudaginn. Hann segist þó ekki hafa ætlað að flýja frá Ítalíu, hann hafi aðeins verið búinn að skipuleggja ferð frá Ítalíu yfir hann sýknaður. Um leið og hann hafi fengið fregnir af af því að hann hafi verið sakfelldur.

„Ég reyni að vera eins jákvæður og mögulegt er í aðstæðum sem þessu,“ sagði Sollecito í samtali við CNN. „Ég hef valið að vera hér og að berjast gegn þessari þrekraun.“
mbl.is