Yfirheyrðir um hvarf Madeleine

Lögreglan leitar nú Madeleine McCann í Praia da Luz.
Lögreglan leitar nú Madeleine McCann í Praia da Luz. AFP

Nokkrir einstaklingar verða yfirheyrðir af lögreglu vegna hvarfs Madeleine McCann í Portúgal á næstunni. Samkvæmt heimildum BBC mun portúgalska lögreglan annast yfirheyrslurnar er lögreglumenn frá Bretlandi fá að fylgjast með.

Mennirnir hafa stöðu grunaðs manns hjá bresku lögreglunni en þeir munu mæta sjálfviljugir í yfirheyrslur á lögreglustöð í Algarve héraði. BBC hefur ekki upplýsingar um hversu margir verða yfirheyrðir en fyrir tveimur vikum var talað um átta manns.

Madeleine McCann var þriggja ára gömul er hún hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz vorið 2007.

Allir þeir sem verða yfirheyrðir eru portúgalskir ríkisborgarar en einhverjir þeirra eru fæddir í Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert