Þyrlufyrirtæki hafnar ásökunum

Forsvarsmenn Rega staðfestu að starfsfólk fyrirtækisins hefði fengið skýrslur Schumachers …
Forsvarsmenn Rega staðfestu að starfsfólk fyrirtækisins hefði fengið skýrslur Schumachers í hendurnar AFP

Forsvarsmenn svissneska þyrlufyrirtækisins Rega höfnuðu í dag ásökunum um að tengjast þjófnaði á læknaskýrslum ökuþórsins Michaels Schumacher.

Fyrirtækið annaðist flutning Schumachers frá sjúkrahúsi í Frakklandi til Sviss í síðasta mánuði, en í gær röktu saksóknarar í Frakklandi IP-tölu tölvu sem notuð var við þjófnaðinn til þyrlufyrirtækis í Zürich, þar sem Rega hefst við.

Forsvarsmenn Rega staðfestu að starfsfólk fyrirtækisins hefði fengið skýrslur Schumachers í hendurnar en neituðu alfarið að þeir tengdust þjófnaðinum eða tilraunum til að selja gögnin. Enn fremur hefur fyrirtækið nú kært þjófnaðinn til yfirvalda og vill þannig gera alfarið hreint fyrir sínum dyrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert