Schumacher á sjúkrahúsi í París

Michael Schumacher lenti í alvarlegu slysi rétt fyrir árslok 2013.
Michael Schumacher lenti í alvarlegu slysi rétt fyrir árslok 2013. AFP

Þýski ökuþór­inn Michael Schumacher er sagður hafa verið lagður inn á Pompidou-sjúkrahúsið í París í gær. Samkvæmt frétt AFP á hann að gangast undir stofnfrumumeðferð hjá frönskum skurðlækni.

Talsmaður sjúkrahússins neitaði að tjá sig um málið við AFP.

29. des­em­ber árið 2013 hlaut hann al­var­lega höfuðáverka í skíðaslysi í Frakklandi og hef­ur ekki sést op­in­ber­lega síðan. Ökuþór­inn lá lengi á sjúkra­húsi þar í landi en var flutt­ur á sér­út­búna gjör­gæslu heima hjá sér í ná­grenni Genf tæpu ári síðar.

Lítið sem ekkert er vitað um ástand Schumachers en fjölskylda hans hefur ítrekað sagt heilsu hans einkamál.

Talið er að meðferð Schumachers á spítalanum ljúki í dag og hann muni halda til síns heima á morgun. 

mbl.is