Fjarlægðu Ísrael af kortinu

Ísrael afmáð af landakortinu.
Ísrael afmáð af landakortinu.

Útgáfufyrirtækið HarperCollins hefur undanfarið selt atlas sem er sagður sérstaklega hannaður fyrir skóla í Miðausturlöndum sem á jafnframt að fræða nemendur um umhverfi og áskoranir svæðisins. Þrátt fyrir það er Ísrael ekki að finna á landakortinu í atlasnum.

Í atlasnum má sjá Sýrland, Jórdaníu og Gasa en ekkert Ísrael. Engu að síður stendur í umsögn útgáfufyrirtækisins um hann að honum sé ætla að fjalla „á ítarlegan hátt um svæðið og málefni þess“. Markmiðið er að hjálpa nemendum að skilja „tengslin á milli félagslegs og náttúrulegs umhverfis, áskoranir svæðisins og félagslega og efnahagslega þróun þess“.

Fyrirtækið brást við eftir að sagt var frá málinu í fjölmiðlum og sagði að atlasinn hefði verið tekinn úr sölu um allan heim. Afganginum sem enn væri til á lager yrði fargað. Baðst fyrirtækið jafnframt afsökunar á því að hafa skilið Ísrael utan atlasins.

Ástæðan þess að Ísrael var ekki haft með á kortinu er sögð vera sú að ekki hefði gengið upp á sýna ríkið í atlas sem ætlaður væri fyrir Miðausturlönd. Engu síður má finna Vesturbakkann á kortinu.

Frétt The Washington Post af málinu

mbl.is

Bloggað um fréttina