„Það er engin þýsk sjálfsmynd án Auschwitz,“ sagði forseti Þýskalands í ræðu sinni við minningarathöfn um fórnarlömb útrýmingarbúða nasista í seinni heimstyrjöldinni. Í dag eru 70 ár liðin frá því að fangar sem var haldið í Auschwitz-útrýmingarbúðum voru frelsaðir af Rauða her Sovétmanna.
Í ræðu sinni sagði forsetinn Joachim Gauck að helförin væri enn hugðarefni allra þeirra sem búa í Þýskalandi. „Þetta er mjög skilmerkilegt hér í Þýskalandi þar sem við göngum á hverjum degi framhjá húsum þar sem gyðingar hafa verið reknir út, hér í Þýskalandi þar sem lagt var á ráðin um útrýminguna og hún skipulögð. Hér er þessi fyrri hryllingur næst okkur og ábyrgðin stærri en annars staðar. “
Gauck sagði siðferðislega skyldu þjóðarinnar ekki einungis ná til fortíðarinnar heldur einnig til verndar mannkyns framtíðarinnar og réttinda allra manna.