Leifar Sankara verða grafnar upp

Þessi mynd af Thomas Sankara var tekin árið 1986.
Þessi mynd af Thomas Sankara var tekin árið 1986. AFP

Ríkisstjórn Burkina Faso hefur fyrirskipað að jarðneskar leifar Thomasar Sankara, fyrrverandi foresta landsins, verði grafnar upp. Efasemdir hafa verið um hvort leifar hans væru í raun í gröfinni.

Sankara, sem var vinsæll leiðtogi á sínum tíma, var ráðinn af dögum árið 1987 þegar fyrrverandi skjólstæðingur hans, Blaise Compaore, rændi völdum í landinu. Compaore lét af völdum á síðasta ári vegna mótmæla eftir að hafa setið sleitulaust í 27 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert