Loka fleiri skólum vegna hótana

Háskólinn í Lundi í Svíþjóð.
Háskólinn í Lundi í Svíþjóð. Ljósmynd/Johannes Jansson-norden.org

Fleiri hótanir hafa borist í gegnum samskiptaforritið Jodel í dag og verða grunnskólanir Älvbodaskolan og Rotskärsskolan í Skutskär í Uppsölum í Svíþjóð lokaðir í dag. Í frétt Aftonbladet kemur fram að lögreglan taki hótunina ekki alvarlega en þó hafi verið ákveðið að skólarnir yrðu lokaðir.

60 þúsund nemendur og kennarar við háskólann í Lundi sitja heima í dag vegna hótunar sem barst í gegnum forritið í gær. „Sum ykkar eru í lagi. Ekki fara í skólann á morgun ef þú ert í Lundi. Fylgstu með fréttunum í fyrramálið. Heyrumst síðar, jodlarar,“ sagði í hótuninni.

Frétt mbl.is: Lokunin veldur óþægindum

Yfirmaður öryggismála í skólanum segir að oft berist hótanir en þær séu sjaldnan teknar jafn alvarlega og sú sem barst í gær. „Þetta er alvarlegasta hótunin sem við höfum fengið,“ segir Per Gustafsson í samtali við Aftonbladet.

„Það er alveg ljóst að þetta veldur miklum áhyggjum. Við höfum reglulega samband við lögreglu, meðal annars í von um að komast að því hver sendi hótunina.“

mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Skákborð vandað palesander
til sölu vandað skákborð. kr.45 þúsund.uppl.8691204...