Blóðugur dagur í Ísrael og Palestínu

Palestínumenn mótmæla á Gaza.
Palestínumenn mótmæla á Gaza. AFP

Öryggisráð Ísrael hefur veitt lögreglu heimild til að loka hverfum Araba í austanverðri Jerúsalem. Þrír Ísraelar létust í dag þegar palestínskir árásarmenn skutu á rútu og keyrðu á gangandi vegfarendur.

Mikill órói hefur verið í borginni síðustu tvær vikur. Nokkuð hefur verið um mótmæli og hnífstungur en árásin á rútuna er sú fyrsta þar sem skotvopn koma við sögu. Segir AFP daginn þann blóðugasta í borginni til þessa en Palestínumaður lést einnig þegar Palestínumönnum og Ísraelum lenti saman í Bethlehem.

Ástandið hefur verið kallað þriðja intifadan eða þriðja uppreisnin hundruðir manna létust daglega í  intifada áranna 1987 – 1993 og 2000 til 2005.

Bandaríkjamenn hafa fordæmt árásir á Ísraelsmenn og kallað eftir ró.

„Ég held áfram að hvetja alla málsaðila til að taka jákvæð skref til aðkoma á ró að nýju og ég mun vera í nánu sambandi við leiðtoga á svæðinu á næstu dögum,“ sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna John Kerry í yfirlýsingu sinni.

Tveir árásarmenn voru í rútunni, einn Palestínumaður vopnaður byssu og annar vopnaður hníf. Tveir Ísraelar voru myrtir og um 10 særðust. Annar árásarmannanna var skotinn til bana en hinn slasaðist í átökum við lögreglu. Á svipuðum tíma keyrði Palestínskur maður á fólk í strætóskýli og réðst svo að þeim með hnífi. Einn lést og átta særðust og árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu og lést af sárum sínum. Allir árásarmennirnir voru úr hverfinu Jabel Mukaber að sögn lögreglu en óljóst þykir hvort árásirnar hafi verið skipulagðar í sameiningu.

Lögreglumaður leitar á ungum Palestínumanni í Jerúsalem.
Lögreglumaður leitar á ungum Palestínumanni í Jerúsalem. AFP

Dagur reiðinnar

Árásirnar í Jerúsalem fylgdu í kjölfar þess að Palestínumaður stakk vegfaranda norðan við Tel Aviv í dag. Lögregla segir manninn vera 22 ára karlmann frá austur-Jerúsalem og að hann hafi verið lagður inn á spítala eftir að hafa verið barinn illa af óbreyttum borgurum.

Ofbeldi síðustu daga einskorðaðist upprunalega við Jerúsalem og Vesturbakkann en hefur nu dreift úr sér til Gaza þar sem ísraelskir hermenn hafa drepið níu Palestínumenn í átökum við landamærin á síðustu dögum.

Benjamin Netanyahu sagði á þriðjudag að Ísraelar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að binda endi á ofbeldi af hálfu Palestínumanna og að nýjar öryggisáætlanir séu á teikniborðinu. Varaði hann forseta Palestínu, Mahmud Abbas, við því að hann myndi draga hann til ábyrgðar færi ástandið versnandi. Samkvæmt AFP höfðu Palestínumenn kallað eftir „Degi reiðinnar“ og lögðu ísraelskir Arabar niður störf í dag.

Ofbeldisfull mótmæli áttu sér stað bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, þar á meðal í Bethlehem þar sem 28 ára gamall Palestínumaður var drepinn og í það minnsta 15 Palestínumenn slösuðust í skotárás Ísraela.

Palestínskur mótmælandi hendir steini í átt að lögreglu við Gaza.
Palestínskur mótmælandi hendir steini í átt að lögreglu við Gaza. AFP
mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...